Vefurinn okkar mbv.is uppfærður

Myndbandavinnslan & Hljóðriti hafa sett í loftið nýjan vef. Gamli vefurinn er búinn að þjóna okkur vel undanfarin ár. Notkun snjalltækja hefur aukist mikið og  í dag nálgast fólk upplýsingar í mun meira mæli í símtækjunum sínum. Nýi vefurinn er því orðinn snjalltækjavænn og vonumst við til að hann þjóni okkar viðskiptavinum vel.