Alhliða hljóð og myndvinnsla

Yfirfærslur á DVD

Hjá Myndbandavinnslunni flytjum við efni af gömlum myndbandsspólum yfir á aðgengilegra form svo hægt sé að horfa á það eða vinna það frekar. Við getum fært meðal annars af VHS, Super-VHS, VHS-C, Video 8, Hi 8, Digital 8, DV, Betamax og fleira.

Við bjóðum bæði upp á að efnið sé flutt á DVD diska en einnig er hægt að fá það keyrt inn á harða diska í skráarformi svo hægt sé að vinna áfram með það í tölvu, til dæmis avi eða mov skrár.

Hafðu samband ef þú vilt fá nánari upplýsingar.


Fjölföldun CD/DVD/Blu-Ray

Myndbandavinnslan hefur annast framleiðslu geisladiska í hartnær 20 ár. Framan af í samstarfi við erlend fyrirtæki en árið 1997 fengum við búnað, fyrst íslenskra fyrirtækja, til eigin framleiðslu.

Í dag fjölföldum við diska ýmist hjá erlendum samstarfsfyrirtækjum eða hér heima og veljum þann kostinn sem hagkvæmastur er hverju sinni með tilliti til verðs og afgreiðslutíma. Við önnumst allann pakkann. Ekkert verkefni er of stórt eða of smátt.

 • Forvinnsla hljóð- og myndefnis.
 • Val um þrenns konar prentun á diska, svart textaprent, svart/hvíta mynd eða fullkomna litprentun. Um er að ræða svokallaða “Thermal” prentun sem er vatnsheld, endingargóð og smyrst ekki.
 • Úrval af vösum, umslögum og hulstrum, mjúkum og hörðum, þykkum og þunnum.
 • Prentun umbúða.
 • Pökkun og plöstun.

Hafðu samband viljirðu nánari upplýsingar um möguleika og verð.


Stafræn (Digital) filmuyfirfærsla – Kvikmyndir

Við yfirfærum flestar filmutegundir

 • Regular/Standard 8mm
 • Super 8mm
 • 9,5mm
 • 16mm
 • 35mm

Frá stofnun Myndbandavinnslunnar árið 1986 höfum við boðið upp á yfirfærslu af gömlum filmum á video. Haustið 2007 tókum við í notkun ný tæki sem gera okkur kleift að bjóða áður óþekkt gæði við filmuskönnun.

Við höfum alltaf leitast við að ná sem bestum gæðum við skönnun á filmum jafnframt því að bjóða þjónustuna á verði sem venjulegt fólk ræður við og höfum notast við búnað af ýmsu tagi í gegnum tíðina.  Óskatækin til svona vinnslu hafa lengst af kostað yfir 20 milljónir króna en það er enginn grundvöllur fyrir slíkri fjárfestingu.  Árið 2007 komu á markað ný tæki á viðráðanlegu verði.  Með tilheyrandi hliðarbúnaði kostuðu þau innan við sex milljónir svo við ákváðum að kaupa þau.

Hafðu samband ef þú óskar nánari upplýsinga.


Skyggnur og filmur

Tökum að okkur yfirfærslu á flestum tegundum filma endilega hafðu samband ef þú hefur eitthvað á filmu og vilt koma því yfir á form sem auðveldara er að skoða og prenta út.

Mikilvægt er að koma gömlu skyggnu (slides) myndunum yfir á nútímalegra form til að auðvelda skoðun og varðveislu á þeim minningum sem þeim tengjast.  Við hjá Myndbandavinnslunni getum fært gömlu skyggnurnar (slides) yfir á þægilegra form.

Allar skyggnurnar eru þá settar á geisladisk og auðvelt er þá að skoða allar myndirnar í tölvum og prenta þær út sjálfur. Einnig bjóðum við upp á að setja myndirnar á spólu eða DVD disk, þá er svo líka hægt að tala undir myndirnar sé þess óskað.

Hver einasta mynd er yfirfarin af tæknimanni til að hámarka gæði eins og kostur er og notum við aðferðir til að lágmarka ryk og skemmdir sem geta komið fram þegar myndirnar hafa verið í geymslu í lengri tíma.


Hljóðvinnsla

Myndbandavinnslan & Hljóðriti annast hljóðupptökur, hljóðvinnslu og yfirfærslu af ýmsum miðlum á geisladiska. Hjá okkur starfa þrír starfsmenn sérhæfðir í hljóðvinnslu.

Við bjóðum meðal annars upp á yfirfærslu á eftirfarandi:

 • Hljómplötum, 33, 45 og 78 snúninga
 • Kassettum/Snældum
 • Segulbandsspólum, ¼” og ½”  (Reel to Reel)
 • MiniDisc
 • DAT
 • Microkassettum (úr diktafónum)
 • PCM upptökum (af myndbandsspólum)

Yfirfærsla af hljómplötum á geisladisk er yfirleitt dýrari en geisladiskur keyptur í plötubúð.  Við bendum því viðskiptavinum á að fullkanna hjá íslenskum plötuverslunum og netverslunum hvort viðkomandi hljómplata hafi verið endurútgefin á geisladiski.  Ef um íslenskt efni er að ræða má einnig kanna Tónlist.is en þar má finna mörg þúsund íslensk lög.

HÖFUNDARRÉTTUR

Samkvæmt höfundarlögum er afritun á höfundarréttarvörðu efni háð takmörkunum.

1. mgr. 11. gr. laganna orðast svo:
Heimilt er einstaklingum að gera eintök af birtu verki til einkanota eingöngu, enda sé það ekki gert í fjárhagslegum tilgangi. Ekki má nota slík eintök í neinu öðru skyni.

Við virðum höfundarétt og fjölföldum ekki efni nema með samþykki rétthafa.


Klipping og hljóðsetning

Hjá Myndbandavinnslunni bjóðum við upp á vel útbúna aðstöðu og sérþjálfað starfsfólk til klippinga og frekari vinnslu á mynd og hljóðefni. Við erum einnig með hljóðklefa sem hentar í smærri upptökur eins og til dæmis ef óskað er eftir að hljóðsetja tal yfir mynd. Við sjáum einnig um textun myndefnis.

Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar.


DVD Forvinnsla

Myndbandavinnslan & Hljóðriti hefur annast DVD forvinnslu frá því að DVD diskarnir komu á markað hér á landi og höfum við öðlast mikla reynslu í þeim málum á þeim árum og skilum við eingöngu frá okkur vönduðum eintökum sem fara svo í framleiðslu.

Með DVD forvinnslu frá okkur er allt mögulegt sem fylgir DVD staðlinum:
Fjöldi valmynda (menu) Fjöldi hreyfi valmynda (menu)Mismunandi tungumál á hljóðrásum eða texta/kaflaval, aukaefni og aðrar viðbætur t.d. slideshow, síspilandi diskar (loop diskar) og margt fleira…
Við reynum alltaf að verða við óskum viðskiptavina og göngum frá málunum eins hratt og raunhæft er.  Það eina sem við þurfum frá viðskiptavini til að geta hafist handa er myndefnið.

Hafir þú einhverjar spurningar varðandi þjónustu okkar þá skaltu endilega hafa samband.


Yfirfærsla hljóð- og myndefnis

Myndbandavinnslan býður upp á innkeyrslu bæði mynd og hljóðefnis á harða diska til frekari vinnslu. Við getum yfirfært af langflestum miðlum, hvort sem er fyrir heimavinnslu eða fagmenn.Við bjóðum einnig þá þjónustu að breyta á milli skráarforma (mpeg, mov, avi, quicktime og fleira).Við aðstoðum við að útbúa skrár sem hægt er að nota til margmiðlunar, hvort sem er á netinu eða í kynningum svo sem fyrir Youtube, Vimeo, Powerpoint og fleira.

Hafðu samband ef þú vilt fá nánari upplýsingar.


Pro yfirfærslur

Við höfum mikla og langa reynslu í yfirfærslum á efni fyrir fagmenn og getum til að mynda boðið færslu af Digital Betacam, Betacam SP, Betacam SX, DVCAM, DVCPRO, Tommu, U-Matic og fleiru.

Hafðu samband ef þú vilt fá nánari upplýsingar.


Kerfabreytingar

Myndbandavinnslan býður upp á hágæða kerfabreytingar á milli sjónvarpskerfa (PAL, NTSC, Secam).

Hafðu samband ef þú óskar eftir nánari upplýsingum.